Rúmlega 2000 stelpur og strákar í 6., 7. og 8. flokki léku fótboltalistir sínar um helgina á VÍS-móti Þróttar.

Mikil stemning var í Laugardalnum sem skartaði sínu fegursta baðaður sólskini bæði laugardag og sunnudag.

Óhætt er að segja að mótið hafi gengið mjög vel og allir þeir sem komu að mótinu voru sér og sínum félögum til mikils sóma.

Hér má sjá svipmyndir frá mótinu.