Frá og með 15. mars næstkomandi breytum við skilmálum kaskótryggingar sem veitir þér enn betri vernd en áður.

Það gerum við með eftirfarandi breytingum:

  • Bætum skemmdir ef snjór eða grýlukerti falla af húsþökum.
  • Bætum skemmdir vegna hesta, nautgripa, sauðfjár og hreindýra utan girðingar.
  • Bætum skemmdir ef afturhleri fýkur upp.
  • Gerum ekki lengur óveður (yfir 28m/sek) að skilyrði fyrir bótum ef vélarhlífar, kistulok eða hurðir fjúka upp.

Almennt erum við að auka verndina í tryggingunni en þó ekki á kaskótryggingum á krönum en núna undanskiljum við tjón á krananum sjálfum við hífingar

Þetta er ekki tæmandi upptalning á breytingum en við hvetjum viðskiptavini til að skoða skilmála tryggingarinnar.