Á dögunum kviknaði í Pinell útvarpi hjá viðskiptavini okkar. Útvarpið er norskt og hefur verið í innköllun þar í landi en 100 brunar hafa orðið þar af þess völdum. Ef einhver er með Pinell Go eða Pinell Go+ útvarp hjá sér með rafhlöðu frá á árunum 2013 til 2015 þá hvetjum við viðkomandi til að losa sig við það á næstu móttökustöð sorps. Nánari upplýsingar um innköllunina má sjá hér og mynd af útvarpinu hér fyrir neðan.