Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 09.01.2019

Búist við skörpum vindi

Útlit er fyrir slæman SV- og V- hvell síðar í dag og fram á nótt um norðvestan, norðan- og austanvert landið. Við hvetjum íbúa og atvinnurekendur allt frá Snæfellsnesi að Djúpavogi til þess að huga að eigum sínum og fyrirbyggja með því eins og kostur er fok á lausamunum.

Útlit er fyrir slæman SV- og V- hvell síðar í dag og fram á nótt um norðvestan, norðan- og austanvert landið. Við hvetjum íbúa og atvinnurekendur allt frá Snæfellsnesi að Djúpavogi til þess að huga að eigum sínum og fyrirbyggja með því eins og kostur er fok á lausamunum.

Eins mælum við með að allir bíði með ferðalög á milli staða þar til vindur gengur niður sér í lagi ef þarf að fara um fjallvegi. Þó svo vegir séu auðir má búast við hviðum allt að 50 m/sek og í þeim aðstæðum er mjög varasamt að vera á ferðinni.