Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |03.09.2019

Bökkum í stæði

Bakktjón eru algengustu ökutækjatjón VÍS. Tjón sem eru sjaldnast alvarleg en ansi svekkjandi fyrir þá sem í þeim lenda. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á þessum tjónum til muna.

Bakktjón eru algengustu ökutækjatjón VÍS eða fjórðungur. Tjón sem eru sjaldnast alvarleg en ansi svekkjandi fyrir þá sem í þeim lenda. Með því að bakka í stæði má minnka líkur á þessum tjónum til muna. Þá er bakkað inn á öruggt svæði miðað við þegar bakkað er út úr stæði inn á svæði þar sem búast má við bílum og gangandi vegfarendum úr mörgum áttum.