Ársskýrsla VÍS fyrir árið 2018 er komin í loftið. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á það markverðasta í starfsemi félagins á árinu 2018, bæði með tillit til rekstrar, helsta verkefna og stjórnarhátta.

Árið 2018 var viðburðarríkt hjá starfsfólki VÍS eins og skýrslan ber glöggt vitni um. Í henni er hægt að nálgast upplýsingar um stjórn og framkvæmdastjórn, lesa ávörp forstjóra og stjórnarformanns. Hægt er að kynna sér helstu rekstrarniðurstöður ársins og í ófjárhagslegum upplýsingum eru birt gögn um frammistöðu VÍS í umhverfismálum og stjórnarháttum. Þá er í skýrslunni einnig að finna annál þar sem farið er yfir helstu tíðindi ársins í starfsemi VÍS.

Skýrsluna má nálgast hér