Ökumenn sjá þann sem ber endurskins allt að fimm sinnum fyrr en þann sem ekki er með það. Ökumaður hefur þá fimm sinnum lengri vegalengd til að bregðast við og koma í veg fyrir slys. Það munar um minna og eykur öryggi vegfarenda. 

Flóra endurskinsmerkja er mikil og auðvelt að verða sér út um þau. Endurskin getur verið á flík þegar hún er keypt, en einnig er hægt að setja endurskin á flíkina eftir á eins og hangandi, saumað, límt eða spreyjað svo ekki sé minnst á sérstök endurskinsvesti. Eins er gott að setja endurskin t.a.m. á töskur og barnavagna. Við hvetjum alla til að bera endurskin og tryggja að börnin geri það líka.