Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |16.04.2018

Vegna brunans í húsnæði Geymslna að Miðhrauni 4

Kæri viðskiptavinur. Ef þú áttir muni eða búslóð í geymslu í húsnæðinu að Miðhrauni 4 hefur mögulega reynst erfitt að fá upplýsingar um stöðu mála. Við vonum að eftirfarandi upplýsingar verði þér að gagni.

Kæri viðskiptavinur. Ef þú áttir muni eða búslóð í geymslu í húsnæðinu að Miðhrauni 4 hefur mögulega reynst erfitt að fá upplýsingar um stöðu mála. Við vonum að eftirfarandi upplýsingar verði þér að gagni.

Unnið hefur verið að því undanfarna daga að rannsaka vettvang brunans, meðal annars til að safna gögnum og upplýsingum um upptök hans. Að því loknu tók við vinna við að gera vettvanginn öruggan svo hægt sé að vitja þeirra verðmæta sem enn eru í húsnæðinu.

Nú, þegar þeirri vinnu er lokið, hafa Geymslur ehf. hafið undirbúning að því að afhenda hluta af þeim munum sem voru í geymslum á neðri hæð húsnæðisins. Starfsmenn Geymslna munu hafa samband við þessa aðila fljótlega þeim þá gert kleift að koma og sækja sína hluti

Ef þú ert í þeim hópi þá hvetjum við þig til að taka myndir af þeim hlutum sem þú áttir í geymslunni. Bæði þeim hlutum sem virðast skemmdir og þeim sem virðast óskemmdir. Þetta mun einfalda alla vinnu við að átta sig á stöðunni og greiða þér þær bætur sem þú átt rétt á.

Með kærri kveðju,Starfsfólk VÍS