Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 11.10.2018

Vatnstjón vegna ofna á 3ja daga fresti

Vatnstjón vegna leka út frá ofnum eru algeng á íslenskum heimilum en 3ja hvern dag er slíkt tjón tilkynnt til VÍS. Oft má sjá fyrirboða slíks tjóns á ofnum, til dæmis ryðbletti eða útfellingar á samskeytum. Það er því mikilvægt að skoða ofnana og skipta þeim út, ef þessi einkenni eru sýnileg.

Vatnstjón vegna leka út frá ofnum eru algeng á íslenskum heimilum en 3ja hvern dag er slíkt tjón tilkynnt til VÍS. Oft má sjá fyrirboða slíks tjóns á ofnum, til dæmis ryðbletti eða útfellingar á samskeytum. Það er því mikilvægt að skoða ofnana og skipta þeim út, ef þessi einkenni eru sýnileg.

Á haustin eykst álag á ofnakerfið þegar kólnar á ný. Þá er algengt að ofnarnir hitni ekki almennilega eftir að hafa haft lítið rennsli yfir sumarið. Til að koma rennsli af stað er einkum þrennt sem getur þurft að gera:

  • Liðka pinnann til sem er bakvið hitanemann (termóstatið)
  • Skipta um pakkdósina sem pinninn er í
  • Tæma loft af ofninum með þar til gerðum lykli

Mikilvægt er að bera sig rétt að þegar farið er yfir þessa hluti. Ef fólk kann ekki til verka þá mælum við með að fagmaður sé fenginn í verkið. Ef eitthvað fer úrskeiðis getur heitt vatn lekið með tilheyrandi hættu á að menn brenni sig eða vatnstjón verði.

Við hvetjum alla til að gefa sér tíma til að skoða ástand ofnanna á heimilinu, en samkvæmt tölfræði okkar verða flest vatnstjón út frá ofnum í október til desember.