Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 20.02.2018

Öflugur en stuttur hvellur

Í fyrramálið gengur yfir suðvestanvert landið mikill veðurhvellur sem sem getur hæglega valdið foktjóni og samgönguvandræðum. Veðrið gengur mjög hratt yfir og mun eiginlega aðeins standa í 1 til 2 klst. þegar verst lætur. Á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu hvessir upp úr kl. 7 með snjókomu. Versta veðrið á því svæði stendur sennilega frá 8 til 10 með A og SA 23-28 m/s meðalvindi. Hvað hvassast verður í efri byggðum á Höfuðborgarsvæðinu og blindbylur á þjóðvegum austan Reykjavíkur. Hvellurinn gengur yfir landið en sérstaklega hvasst verður vestan til á landinu, frá Vestmannaeyjum vestur um og norður í Húnavatnssýslur og Skagafjörð og má búast við að þar gangi veðrið niður um kl. 13.

Í fyrramálið gengur yfir suðvestanvert landið mikill veðurhvellur sem sem getur hæglega valdið foktjóni og samgönguvandræðum.  Veðrið gengur mjög hratt yfir og mun eiginlega aðeins standa í 1 til 2 klst. þegar verst lætur.  Á Suðurnesjum og á Höfuðborgarsvæðinu hvessir upp úr kl. 7 með snjókomu.  Versta veðrið á því svæði stendur sennilega frá 8 til 10 með A og SA 23-28 m/s meðalvindi. Hvað hvassast verður í efri byggðum á Höfuðborgarsvæðinu og blindbylur á þjóðvegum austan Reykjavíkur.  Hvellurinn gengur yfir landið en sérstaklega hvasst verður vestan til á landinu, frá Vestmannaeyjum vestur um og norður í Húnavatnssýslur og Skagafjörð og má búast við að þar gangi veðrið niður um kl. 13.

Ráðlagt er að allir taki mið af veðrinu á morgun og komi sér og sínum til og frá vinnu og skóla fyrir eða eftir að veðrið er gengið yfir þar sem ekki er talið skynsamt að vera á ferðinni á meðan mesti strengurinn gengur yfir. Eins er mikilvægt að fólk hugi að lausamunum utandyra. Á það ekki hvað síst við um fyrirtæki sem eru með mikið af lausamunum utandyra eins og byggingaverktakar.