Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 11.04.2018

Nú skulu nagladekkin undan

Þann 15. apríl má ekki aka lengur um á nagladekkjum nema að aðstæður kalli á annað.

Þann 15. apríl má ekki aka lengur um á nagladekkjum nema að aðstæður kalli á annað. Margir standa því frammi fyrir að skipta yfir á sumardekk. Samkvæmt niðurstöður síðustu dekkjakönnunar VÍS á tjónabílum viðskiptavina má búast við að um þriðjungur ökumanna séu á heilsársdekkjum og þurfi ekki að skipta nema dekkin séu orðin léleg. Þeir þurfa þó að hreinsa tjöru af dekkjum og athuga loftþrýsting.

Fyrir þá sem eiga eftir að skipta um dekk er gott að hafa í huga:

  • Skoða hversu gömul dekkin eru, framleiðsluviku og ár má sjá á hlið þess
  • Að mynstursdýpt sé næg, hún má ekki vera minni en 1,6 mm að sumri
  • Að réttur loftþrýstingur sé til staðar, upplýsingar um hann má finna í hurðarfalsi bílstjóramegin eða í handbók bíls
  • Að tjöruþvo dekkin
  • Ef kaupa á ný dekk borgar sig að vanda valið. Skoða m.a. merkingar sem segja til um viðnám, hávaðamengun og grip í bleytu þar sem stöðvunarvegalengd lengist á milli flokka um 3 til 6 metra ef ekið er á 80 km./klst.