Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að fram undan er mikil knattspyrnuveisla og almenn gleði hjá íslensku þjóðinni.

Af þessu tilefni verður algengt að fólk muni hittast og horfa leikina saman, bæði í heimahúsum og innan fyrirtækja. Við hjá VÍS viljum hvetja alla til þess að skipuleggja gleðina vel og hluti af því er að tryggja að allir komist heilir heim ef áfengi er haft um hönd. Stjórnendur fyrirtækja geta sýnt fordæmi og hvatt starfsfólk sitt til þess að sameinast í bíla, leigt hópbíla eða greitt fyrir leigubifreiðar. Einstaklingar eiga einnig að sýna fyrirhyggju, nota almenningssamgöngur, fá far eða taka leigubifreið.

Ölvunarakstur er ein algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa á Íslandi en við viljum alls ekki að slík slys skyggi á HM gleðina 2018. Sýnum ábyrgð og fyrirhyggju um leið og við skemmtum okkur konunglega. Áfram Ísland!