Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 23.03.2018

Jón nýr í stjórn VÍS

Jón Sigurðsson kemur nýr inn í stjórn VÍS en aðalfundur félagsins fór fram í gær. Sjálfkjörið var í stjórnina en allir fjórir sitjandi stjórnarmenn félagsins gáfu áfram kost á sér, auk Jóns.

Jón Sigurðsson kemur nýr inn í stjórn VÍS en aðalfundur félagsins fór fram í gær. Sjálfkjörið var í stjórnina en allir fjórir sitjandi stjórnarmenn félagsins gáfu áfram kost á sér, auk Jóns. Jón er sjálfstætt starfandi lögmaður sem hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu á fjármálamarkaði, hefur meðal annars setið í stjórn Klakka og Gamma.

Þá hafa Ólöf Hildur Pálsdóttir og Sveinn Friðrik Sveinsson verið kjörin í varastjórn félagsins. Ólöf er sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur sem situr meðal annars í stjórn Regins. Sveinn er viðskiptafræðingur og starfar sem fjármálastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar var Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir endurkjörin stjórnarformaður VÍS og Helga Hlín Hákonardóttir var endurkjörin varaformaður stjórnar.

Nánar má lesa um stjórnarmenn í VÍS