Alltof algengt er að forráðamenn hætti of snemma að hafa börn í barnabílstól en síðasta stólinn á að nota þar til börn hafa náð 150 sm hæð eða þegar þau eru orðin 12 ára.

Í könnun sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu á síðasta ári fyrir utan leikskóla mættu 7% barna í leikskólann laus eða eingöngu í bílbelti sem er ekki réttur búnaður fyrir börn á leikskólaaldri. Þess utan voru 14% barnanna eingöngu á sessu sem er ekki ætlaður börnum fyrr en þau hafa náð 135 sm hæð sem fæst leikskólabarna hafa náð.

VÍS hvetur alla forráðamenn til að tryggja ávallt öryggi barna sinna og láta aldrei undan þrýstingi frá þeim. Hvorki að hætta of snemma að nota öryggisbúnað né slaka á örygginu að öðru leiti t.d. þegar fara á stutta leið.