Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 23.10.2018

Góð dekk margborga sig

Undanfarna vetur hefur VÍS kannað ástanda dekkja á tjónabílum. Þar hefur þróunin verið mjög jákvæð. Hlutfall sumardekkja farið úr 13% þegar verst lét niður í 2% og hlutfall bíla með mynstursdýpt undir 3 mm farið úr 65% niður í 8%.

Tími vetrardekkja er kominn víða um land, sér í lagi á heiðum. Hjá mörgum er það fastur liður að skipta um dekk tvisvar á ári á meðan aðrir eru á dekkjum sem notuð eru bæði sumar og vetur. Hvaða gerð sem notuð er, skiptir öllu að dekkin séu góð. Á veturna á mynstursdýptin að vera a.m.k. 3 mm og gripið gott, sama í hvaða aðstæðum ekið er í.

Undanfarna vetur hefur VÍS kannað ástanda dekkja á tjónabílum. Þar hefur þróunin verið mjög jákvæð. Hlutfall sumardekkja farið úr 13% þegar verst lét niður í 2% og hlutfall bíla með mynstursdýpt undir 3 mm farið úr 65% niður í 8%.

Loftþrýstingur í dekkjum kom hins vegar illa út í síðustu könnun en þá var 43% ökutækja ekki með réttan þrýsting. Við hvetjum ökumenn til að gæta sérstaklega að ástandi dekkja, tryggja að gæði séu góð, þrýstingur réttur og að dekkin séu tjöruþvegin reglulega.