Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 06.12.2018

Fengu flotgalla frá VÍS

VÍS afhenti Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla að gjöf í vikunni en gallarnir eru notaðir í kennslu við skólann, meðal annars á grunn- og endurmenntunarnámskeiðum sjómanna.

VÍS afhenti Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla að gjöf í vikunni en gallarnir eru notaðir í kennslu við skólann, meðal annars á grunn- og endurmenntunarnámskeiðum sjómanna.

Þetta er níunda árið í röð sem VÍS gefur skólanum galla af þessu tagi og eru þeir því orðnir alls 90 talsins.

Þrátt fyrir að slysatíðni sjómanna sé ennþá há, samanborið við aðrar starfsstéttir, hefur dregið úr slysum undanfarin ár. Til marks um það var á árinu 2016 tilkynnt um 213 slys til sjós til Sjúkraskrár Íslands en árið 2017 bárust 134 samskonar tilkynningar sem er fækkun um 37% milli ára.

Ljóst er að mikilvægt starf Slysavarnaskólans hefur gegnt lykilhlutverki við að ná þessum árangri og starfsfólk VÍS því stolt af stuðningi félagsins við skólann.

VÍS hefur lagt mikla áherslu á öryggi sjómanna undanfarin ár og unnið ötullega að forvarnarmálum með viðskiptavinum sínum í sjávarútvegi. Afrakstur þess samstarfs er meðal annars atvikaskráningarforritið ATVIK sem veitir yfirsýn yfir vinnuslys og hættur á vinnustöðum. Forritið greinir tækifæri til úrbóta og stuðlar að öruggari vinnustað. Þannig geta útgerðir gripið til aðgerða áður en slysin gerast.