VÍS setti í loftið í síðustu viku lausn sem einfaldar viðskiptavinum til muna að tilkynna tjón á netinu. Við vitum hvað það skiptir miklu máli að samskiptin við tryggingafélagið séu einföld og áhyggjulaus. Til þess að vekja athygli á þessu höfum við nú frumsýnt auglýsingu sem unnin var með tveimur fjölskyldum sem vita vel um hvað málið snýst. Dagleg verkefni þeirra eru margvísleg og flækjustigið stundum mikið. Okkar verkefni er að einfalda lífið og fækka flækjunum.

Við frumsýnum auglýsinguna í sjónvarpi í hálfleik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. En þú getur horft á hana hér: