Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 22.06.2018

Ertu að fara taka þátt í hjólreiðakeppni?

Í F plús fjölskyldutryggingu eru allir slysatryggðir í keppnum í götuhjólreiðum sem almenningi stendur til boða að taka þátt í. Gildir einu hvort keppnin fer fram á lokuðum brautum eða á þjóðvegum þar sem bílar bruna fram hjá. Slysatryggingin í F plús gildir hins vegar ekki ef keppnin er lokuð almenningi

Hjólreiðakeppnir hafa á síðustu árum notið vaxandi vinsælda hjá almenningi. Hér áður fyrr voru þær nær einungis á vegum íþróttafélaga eða sambanda og félagsmanna þeirra. Þróunin á síðustu árum hefur hins vegar verið sú að þær eru í auknum mæli opnar fyrir skráningu almennings og án atbeina íþróttasamtaka. Hefur þátttakendum fjölgað mikið í kjölfarið. Að taka þátt í slíkri keppni er hins vegar ekki hættulaust, hvað þá þegar hjólað er á þjóðvegum á miðju sumri. Það er því ekki úr vegi að stikla á stóru varðandi tryggingar hjólreiðafólks í slíkum keppnum.

Í F plús fjölskyldutryggingu eru allir slysatryggðir í keppnum í götuhjólreiðum sem almenningi stendur til boða að taka þátt í. Gildir einu hvort keppnin fer fram á lokuðum brautum eða á þjóðvegum þar sem bílar bruna fram hjá. Slysatryggingin í F plús gildir hins vegar ekki ef keppnin er lokuð almenningi.

Ef þú ert ekki með F plús eða ert með F plús og ætlar að taka þátt í keppni sem lokuð er almenningi þá getur þú keypt slysatryggingu hjá okkur. Þú óskar eftir tilboði með því að fara í „Fá tilboð“ efst á síðunni og svo leiðbeinum við með næstu skref.

Hjólin sjálf eru svo tryggð ef þú ert með innbúskaskó gagnvart skyndilegum, ófyrirsjáanlegum og utanaðkomandi atvikum. Við hvetjum þig til að lesa skilmála og vátryggingaskírteini þín til að athuga hvort innbúskaskó sé innifalið í F plús tryggingu þinni og hverjar hámarksbætur eru og eigin áhætta. Þú getur skoðað tryggingarnar þínar inn á . Ef þú ert ekki með innbúskaskó valið í F plús tryggingunni þinni er nóg að senda tölvupóst til okkar á vis@vis.is og óska eftir þeirri viðbót.

Að lokum hvetjum við alla til að veita ekki afslátt á öryggi. Vera ávallt í viðurkenndum öryggisbúnaði, vera sýnileg, með hjólin í toppstandi og gæta sín í umferðinni.