Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 01.06.2018

Ertu á leiðinni á HM í Rússlandi?

Það styttist í að íslenska karlalandsliðið keppi á HM í fótbolta. Margir landsmenn ætla að fylgja strákunum okkar til Rússlands og hvetja til dáða. Rússland er mörgum framandi og því ekki úr vegi að fjalla stuttlega um ferðatryggingar.

Það styttist í að íslenska karlalandsliðið keppi á HM í fótbolta. Margir landsmenn ætla að fylgja strákunum okkar til Rússlands og hvetja til dáða. Rússland er mörgum framandi og því ekki úr vegi að fjalla stuttlega um ferðatryggingar.

Ferðatryggingar okkar gilda í Rússlandi eins og alls staðar annars staðar í heiminum í 92 daga. Þú getur lesið þér til um  og .

Ef þú ert í vafa hvort þú sért með ferðatryggingu getur þú skoðað tryggingarnar þínar inn á 

Við höfum umsjón með ferðatryggingum kreditkorta Sparisjóðanna, Landsbankans, Íslandsbanka og Kreditkorta.

Ferðatryggingar kreditkorta gilda í Rússlandi eins og annars staðar í heiminum.

ATH. Bílaleigutrygging sem innifalin er í viðskipta-, platinum og premium kortum gildir  í Rússlandi. Við hvetjum því sem flesta til að nýta sér almenningssamgöngur sem eru í mörgum tilfellum fríar ef þú ert með Fan ID eða viðurkenndar leigubílaþjónustur. Ef þú nauðsynlega þarft á bílaleigubíl að halda mælum við með að þú kaupir tryggingu hjá viðkomandi bílaleigu.

Evrópska sjúkrakortið, sem tryggir opinbera heilbrigðisþjónustu innan EES, gildir ekki innan Rússlands. Það er því enn mikilvægara en áður að vera með ferðatryggingu.

Ef þú ferðast til Rússlands með Fan ID á meðan HM stendur þarftu ekki undirritaða ferðastaðfestingu til að skila inn í rússneska sendiráðið. Við mælum þó með því að þú sækir  sem alltaf er gott að hafa með sér og þarfnast ekki undirritunar okkar. Ef þú ætlar hins vegar að ferðast til Rússlands án Fan ID eða utan tímabilið 5. júní til 25. júlí þá þarftu ferðastaðfestingu með undirskrift frá okkur til þess að fá vegabréfsáritun inn í landið. Ferðastaðfestinguna getur þú nálgast á næstu þjónustuskrifstofu okkar.

Leiðbeiningar um hvernig bregðast á við tjónum eða slysum má nálgast 

Við minnum einnig á að borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins er opin allan sólarhringinn.

 

Gott er að muna eftir að:

  • Segja aðstandendum frá ferðaáætluninni.
  • Taka mynd af vegabréfinu á símann.
  • Láta aðstandendur fá mynd af vegabréfinu.
  • Setja SOS símanúmerið í símann. +4570105050
  • Kynna sér staðina vel og ferðamátana á milli þeirra.
  • Ekki taka óskráða leigubíla. Pantaðu frekar fyrir fram hjá viðurkenndum aðilum.
  • Læsa öllu heima og fá einhvern til að fylgjast með heimilinu.
  • Taka með sólarvörn.
  • Sýna ábyrga hegðun.
  • Gæta vel að eignum og tilkynna þjófnað strax til lögreglu.

Góða skemmtun í Rússlandi og áfram Ísland!