Á dögunum kviknaði í heimili út frá spjaldtölvu sem skilin var eftir í sófa. Tölvan var ekki í hleðslu heldur er talið að opin forrit sem voru í gangi hafi orðið þess valdandi að sjálfsíkveikja varð í tölvunni þar sem loftun um hana var ekki næg. Nánast allt innbúið eyðilagðist og miklar skemmdir urðu á húsi eins og sést í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Þó slíkir atburðir séu ekki algengir þá gerast þeir ekki bara í fréttum utan úr heimi heldur einnig hér á Íslandi. 

Látum þetta ekki gerast hjá okkur. Skiljum spjaldtölvur, sem og aðrar tölvur, alltaf eftir á hörðu undirlagi og slökkvum á þeim eða í það minnsta stillum á „sleep mode.“