Borgarbyggð gekk til samninga við VÍS að undangengnu útboði á tryggingum sveitarfélagsins. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

Borgarbyggð.jpg
Fulltrúar Borgarbyggðar og VÍS við undirritun samnings.

Sólrún Fjóla Káradóttir þjónustufulltrúi VÍS í Borgarnesi er ánægð með að tryggja sína heimabyggð. „Helmingur sveitarfélaga á Vesturlandi er nú í viðskiptum hjá VÍS. Við höfum skapað okkur sterka stöðu meðal þeirra á landsvísu. Meðal annars með mjög öflugu forvarnastarfi sem sveitungar mínir fá nú að njóta góðs af.