VÍS og Lífís eru venju samkvæmt á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi fyrir árið 2016. Bæði félögin hafa verið á listanum frá upphafi eða sjö ár í röð. VÍS er nú í 23. sæti og Lífís í 64. sæti.

FF2016-Gullmerki_lodrett_inv.png
VÍS og Lífís eru bæði á lista Credit Info yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi fyrir árið 2016.

Creditinfo greinir ítarlega gögn sem liggja til grundvallar viðurkenningunni og birtir lista sinn yfir framúrskarandi fyrirtæki í kjölfarið. Aðeins um 1,7% íslenskra fyrirtækja komast á hann eða 615 624 talsins.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi að mati Creditinfo?

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrar ár í röð
  • Eignir hafi numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið sé virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skila ársreikningi fyrir 1. September 2016