Verkís hreppti Forvarnarverðlaun VÍS 2017 sem voru afhent á forvarnaráðstefnunni Vinnuslys – dauðans alvara sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í dag.

Öryggisvitund efst í huga starfsfólks
Verkís er fyrirmyndar fyrirtæki í forvörnum og öryggismálum sem starfar samkvæmt ISO vottuðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi. Í allri starfsemi fyrirtækisins eru öryggi- og umhverfismál lögð til grundvallar og ríkar kröfur gerðar til undirverktaka og samstarfsaðila í þeim efnum. Starfsmenn Verkís eru meðvitaðir um hlutverk sitt sem öryggis- og forvarnafulltrúar og hefur það skilað sér svo eftir er tekið.

„Við erum afskaplega ánægð með að fá þessa viðurkenningu frá VÍS. Hjá Verkís er mikið lagt upp úr alhliða öryggi í öllum verkefnum og öryggisvitund á ávallt að vera okkar fólki efst í huga,“ segir Sveinn Ingi Ólafsson framkvæmdastjóri Verkís. „Þetta skilar sér með svo margvíslegum hætti. Mikilvægast er auðvitað að allir komi heilir heim. Svo er það beini samfélagslegi ávinningurinn af færri slysum og sá fjárhagslegi fyrir fyrirtækið. Fjárfesting í forvörnum og öryggi skilar sér jafnan margfalt til baka.“Viðurkenningar fyrir góðan árangur í öryggismálum
Frumherji og Samhentir / Vörumerking fengu jafnframt viðurkenningu fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum. Þetta er í áttunda sinn sem VÍS verðlaunar viðskiptavini sína sem skara fram úr á þessu sviði.

Frumherji er með starfsemi um allt land og þjónustar viðskiptavini sína á 32 starfsstöðvum. Fyrirtækið sinnir eftirlitsskoðunum á ýmsum sviðum og starfar eftir stífum faggildingarstöðlum og reglubundnu eftirlits hins opinbera í þeirri vinnu. Mikið er lagt upp úr faglegri þjálfun starfsmanna, góðum aðbúnaði og öryggi sem hefur endurspeglast í fátíðum slysum hjá fyrirtækinu.Samhentir umbúðalausnir og Vörumerking eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í alhliða lausnum fyrir mismunandi atvinnugreinar og iðnað. Frá upphafi hafa öryggismál og forvarnir verið í öndvegi og stjórnendur leitt það starf. Sé þörf á úrbótum er ráðist í þær strax, vinnubrögð eru öguð og öryggisvitundin skýr.  

 Hér má sjá nokkrar myndir frá ráðstefnunni.

FullSizeRender.jpg
Forvarnaráðstefna VÍS 2017

 

FullSizeRender[4].jpg
Forvarnaráðstefna VÍS 2017

 

FullSizeRender[8].jpg
Forvarnaráðstefna VÍS 2017

 

IMG_1777.JPG
Forvarnaráðstefna VÍS 2017

 

FullSizeRender[3].jpg
Forvarnaráðstefna VÍS 2017