Gera má lauslega ráð fyrir að um 50 frítímaslys* verði árlega þegar fólk fellur niður úr lausum tröppum og stigum. VÍS hefur skoðað slys af þessu tagi og sér ástæðu til biðja fólk um að vera á varðbergi nú þegar aðventan er á næsta kreiki með tilheyrandi brölti í tengslum við jólaljós og -skreytingar.

Fall oftar ekki hátt en alvarleiki mikill
Sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS kynnti sér sérstaklega 15 slys af þessu tagi sem tilkynnt voru í fyrra inn til VÍS. Mismunandi er hversu hátt fallið var í slysunum en í meirihluta þeirra var fallið í kringum 1 metra. Það þykir ekki ýkja hátt en sammerkt er með þessum slysum hversu alvarlegir áverkarnir voru. Beinbrot varð í öllum slysunum nema þremur, aðgerða jafnvel þörf og fjarvera frá vinnu í einhverja daga eða vikur.

Tröppur og stigar renna
Þessi slys voru í og við heimili og sumarhús þeirra sem slösuðust. Nokkuð algengt var að stigar og tröppur runnu undan viðkomandi. Til að koma í veg fyrir það er mikilvægt að hafa einhvern sem stendur við stiga til að tryggja stöðuleika hans.

Vert er að vekja fólk til umhugsunar um þessa slysahættu nú þegar margir fara að huga að uppsetningu jólaljósa og jólaskrauts. Sama hvort er innandyra eða utan. Eins þegar skipta þarf um rafhlöðu í reykskynjurum heimilisins. Það þarf að gera einu sinni á ári ef reykskynjarar eru með hefðbundinni 9 vatta rafhlöðu og miða margir við aðventuna í þeim efnum.

*Talan 50 er fengin með því að margfalda tilkynnt slys til VÍS árið 2016 með markaðshlutdeild VÍS.