Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |31.10.2017

Tími vetrardekkja kominn

Tími vetrardekkja er kominn. Mörgum reynist erfitt að átta sig á því hvort dekkin undir bílnum séu nægjanlega góð og ef kaupa þarf ný dekk, hvað sé þá best að kaupa. Ef fólk er í vafa, er gott að leita til fagmanna í þeim efnum og gera verð- og gæðakannanir.

Tími vetrardekkja er kominn. Mörgum reynist erfitt að átta sig á því hvort dekkin undir bílnum séu nægjanlega góð og ef kaupa þarf ný dekk, hvað sé þá best að kaupa. Ef fólk er í vafa, er gott að leita til fagmanna í þeim efnum og gera verð- og gæðakannanir.

Mynstursdýpt er nauðsynlegt að skoða ef nota á eldri vetrardekk. Hún má ekki vera minni en 3 mm á aðalmynstri dekksins. Aðalmynstur merkir grófa mynstrið á miðhluta slitflatar dekksins, þekur þrjá fjórðu (75%) af breidd þess. Sumar dekkjategundir hafa mælikvarða sem segja til um þegar mynstursdýptin er orðin of lítil. Ef svo er ekki þá er t.d. hægt að nálgast dýptarmæla á þjónustuskrifstofum VÍS.

Gæta þarf að því að loftþrýstingur dekkja sé ávallt í lagi. Í síðustu dekkjakönnun sem VÍS gerði á tjónabílum var svo í einungis 64% bíla. Of lítill eða mikill þrýstingur hefur áhrif á hemlunarvegalengd, stöðugleika, eyðslu og slit dekkja. Eins grípa dekk verr ef þau hafa ekki verið hreinsuð reglulega þannig að tjara safnist á þau.

Fáir þræta fyrir að dekk séu mikilvægur öryggisþáttur í umferðinni. Þó svo sé var þriðjungur bíla í síðustu könnun VÍS á of slitnum dekkjum þ.e. mynstursdýpt undir 3mm. VÍS hvetur alla til að veita  ekki afslátt af örygginu og vera viss um að dekkin sem ekið er á, séu ávallt í lagi. Nánari upplýsingar um vetrardekk má sjá á eftirfarandi og á .