Starfsmenn VÍS eru í fyrsta sinn að taka þátt í WOW Cyclothon. Gaman er að fylgjast með þeim og ekki er verra að þeir sem heita á liðið styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg. Liðið okkar samanstendur af 10 öflugum konum og körlum sem eru að standa sig ótrúlega vel. Eru nokkuð á undan þeim tíma sem þau voru búin að setja stefnuna á. 

Hægt er að fylgjast með liðinu á Team VÍS Cyclothon og á Snappinu Team VÍS. Gulrótin er svo að geta heitið á liðið og styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg en VÍS tvöfaldar þá upphæð sem þar safnast.