Vildarpunktaleik VÍS og Icelandair lauk sl. föstudag þegar Ágústu Þórisdóttur var tilkynnt í Bítinu á Bylgjunni að hún hefði unnið 250.000 Vildarpunkta í Facebookleik VÍS og Icelandair. ,,Vá þetta er alveg frábært, ég er í skýjunum" sagði Ágústa í beinni á Bylgjunni.

Leikurinn, sem bar yfirskriftina ,,Má bjóða þér út?" gekk út á að raða fjórum áfangastöðum Icelandair í rétta röð út frá fjarlægð frá Íslandi. Viku áður hafði Hlynur Heimisson verið dreginn út og vann hann líkt og Ágústa, 250.000 Vildarpunkta.

AGUSTA_Vildarpunktar.jpg
Ágústa hefur í huga að nýta punktanna í haust en hefur ekki tekið ákvörðun um hvert hún vill ferðast.

Ágústa var að vonum ánægð með fréttirnar. ,,Takk fyrir mig! Ég verð að vinna á golfvellinum í allt sumar. Það verður því frábært að nota punktanna til þess að ferðast í haust. Þetta er frábært! Ég er ekkert smá lukkuleg með þetta. Hugurinn er strax farinn að leita til útlanda“, sagði Ágústa að lokum.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í Vildarpunktaleiknum og hvetjum ykkur til þess að halda áfram að fylgjast með okkur á vis.is og Facebook.