Hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Stuðlar að líkamshreysti, eykur lífsgæði og fyrirbyggir marga sjúkdóma. Ferðafélag Íslands hefur löngum hvatt landsmenn til að hreyfa sig. Í tilefni af 90 ára afmæli þess, stendur það fyrir fjölskyldugöngum alla miðvikudaga í september. VÍS er stolt af því að vera þátttakandi með þeim í verkefninu í gegnum Samfélagssjóð sinn og hvetur alla til að taka þátt. Skottist upp úr sófanum og veljið ykkur áhugaverða göngu.

Göngur verða í flestum sveitarfélögum. Upplýsingar um göngustaði má finna á www.fi.is.
- Alla miðvikudaga í september
- Klukkan 18:00
- Göngur í flestum sveitarfélögum
- Fjölskylduvænar 60 til 90 mínútna langar
- Þátttaka ókeypis
- Klæðnaður eftir veðri og góðir skór