Slysum hjá hjólreiðafólki hefur farið fjölgandi síðustu ár. Það er þróun sem á ekki að vera eðlilegur fylgifiskur þess að hjólreiðafólki fjölgi. Árið 2007 voru 63 slys skráð í gagnagrunn Samgöngustofu, sem er tölfræði frá lögreglu og Aðstoð og öryggi. 10 árum síðar eða í fyrra, voru slysin 137. Rúmlega 200% aukning. Þessi tölfræði er segir þó bara hluta af slysasögunni þar sem að meðaltali komu um 560 manns á ári á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2005 til 2010. Þá eru ótaldar komur á heilsugæslustöðvar landsins og önnur sjúkrahús.

Nú þegar WOW Cyclothon stendur yfir hefur VÍS verið með umfjallanir um öryggi hjólreiðamanna. Umfjallanirnar má sjá hér en þær voru í sjónvarpsfréttum RÚV, á ruv.is og Í bítinu. 

VÍS hvetur alla ökumenn til að sýna keppendum í WOW Cyclothon fyllstu tillitsemi er þeir fara hringinn í kringum landið.