Fyrirtækjasvið VÍS hefur á undanförnum vikum undirritað samninga við tvö öflug fyrirtæki á Suðurnesjum þar sem rík áhersla er lögð á samstarf í forvörnum. Undirritaður var þriggja ára samningur við Vísi í Grindavík og fimm ára samningur við Blue Car Rental.

BlueCar_Visir.jpg
Vísir, Blue Car Rental og VÍS skuldbinda sig til að eiga náið samstarf á sviði forvarna og öryggismála á samningstímanum.

Vísir er rótgróið og framsækið sjávarútvegsfyrirtæki sem leggur áherslu á ábyrgar veiðar, hátæknivinnslu og vörugæði. Fyrirtækið rekur saltvinnslu og frystihús í Grindavík og er skipafloti fyrirtækisins útbúinn til línuveiða.

Blue Car Rental var stofnað árið 2010 og hefur vaxið hratt síðustu ár. Í byrjun voru bílarnir 9 talsins en þeir eru í dag vel yfir eitt þúsund.

Áhersla á forvarnir
VÍS leggur ríka áherslu á forvarnir og býður viðskiptavinum sínum sem eru í langtímaviðskiptum upp á Atvik, sérstakt atvikaskráningaforrit, sem veitir yfirsýn yfir vinnuslys og hættur á vinnustöðum. Forritið greinir tækifæri til úrbóta og stuðlar að öruggari vinnustað. Þannig geta fyrirtæki gripið til aðgerða áður en vinnuslys verður.

Vísir, Blue Car Rental og VÍS skuldbinda sig til að eiga náið samstarf á sviði forvarna og öryggismála á samningstímanum. Fyrirtækin munu bæði taka Atvik í notkun og þar með miðlæga rafræna atvikaskráningu. Upplýsingar og tölfræði verða nýtt til að stuðla að úrbótum og greina tækifæri til að efla öryggi í starfsemi fyrirtækjanna. Sömuleiðis verður eigið eldvarnaeftirlit innleitt hjá báðum fyrirtækjum.

Ásamt því að huga að öryggismálum í landvinnslu hjá Vísi verður farið í öflugt forvarnasamstarf í öryggismálum sjómanna í samvinnu við Slysavarnaskóla sjómanna. VÍS hefur síðan 2009 unnið með skólanum að því að efla öryggismenningu til sjós hjá útgerðum í langtíma viðskiptum með góðum árangri svo eftir er tekið.

Blue Car Rental og VÍS munu fara nýjar leiðir í að forvarnasamstarfinu með það að markmiði að efla öryggi í þjónustu og forvarnarstarfi fyrirtækisins m.a. með sértækari forvarnafræðslu til starfsmanna, viðskiptavina og innleiðingu á sérstökum vöktunarbúnaði (GPS) í bílaflota fyrirtækisins. Það er sýn beggja aðila að með náinni samvinnu sé hægt að greina áhættuþætti og tækifæri í bílaleigustarfseminni til að stuðla að auknu öryggi erlendra ferðamanna á vegum landsins.

VÍS hlakkar til samstarfsins suður með sjó.