Í dag eru um sex þúsund barnabílstólar frá VÍS í umferð víðsvegar um landið. Í þeim sitja skemmtilegustu ferðafélagarnir okkar. Við sjáum um að þau séu örugg og það fari vel um þau á leiðinni. Þau sjá um að halda uppi stuðinu. Um þetta fjallar ný auglýsing frá VÍS. Þar syngja börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára hástöfum með Eurovision slagaranum Í síðasta skipti með Friðriki Dór. Það kannast líklega flestir foreldrar við svona aðstæður.

Allir viðskiptavinir VÍS geta leigt barnabílstóla. Barn þarf þrjá bílstóla á þroskaskeiði sínu svo að hámarksöryggi sé tryggt og öryggisbúnaður henti stærð barnsins. Það er því hagkvæmt að leigja barnabílstól frá VÍS þar sem það er auðvelt að skipta stólnum út þegar barnið stækkar. Hér má nálgast upplýsingar um barnabílstóla VÍS og forvarnir tengdum öryggi barna í bílum.