Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |31.05.2017

Mikið stuð á VÍS móti Þróttar

Laugardalurinn iðaði af lífi í flottu veðri á VÍS móti Þróttar sem haldið var um síðustu helgi.

Laugardalurinn iðaði af lífi í flottu veðri á VÍS móti Þróttar sem haldið var um síðustu helgi. Leikgleðin skein úr hverju andliti en leikið var í 6. 7. og 8. flokki karla og kvenna.

Mótið gekk vel og iðkendur, þjálfarar, liðsstjórar og áhorfendur voru sínum félögum til mikils sóma. Um 1800 þátttakendur frá 20 félögum tóku þátt á mótinu í ár en þetta er í tólfta sinn sem mótið er haldið.

Hér má sjá stutt myndband frá mótinu en myndir frá mótinu má nálgast á .