Seinni hlutann í ágúst og byrjun september sést að jafnaði merkjanleg fjölgun ökutækjatjóna milli vikna hjá VÍS. Helsta ástæðan er að öllum líkindum aukin umferðarþungi nú þegar skólar eru að hefjast efir sumarfrí. Á höfuðborgarsvæðinu eiga langar biðraðir til að myndast. Við þær aðstæður eru aftanákeyrslur algengar þó svo engin hálka sé enn komin.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, segir að ökumenn sýni ekki alltaf þá þolinmæði sem þurfi til að hafa nægjanlega langt bil á milli bíla.

„Athyglin er ekki heldur alltaf þar sem hún á að vera og þar af leiðandi sá tími sem ökumaður þarf til að bregðast við alltof stuttur,“ segir Sigrún.

Á hverju ári lendir að meðaltali um tíunda hvert ökutæki sem tryggt er hjá VÍS í tjóni. Algengustu tjónin eru þegar ökumenn bakka, á bílastæðum eða annars staðar. Tjón þar sem slys á fólki eru ekki algeng. Að sögn Sigrúnar geta bakkmyndavélar og skynjarar í bílum komið sterkt inn í forvörnum. Eins að ökumenn bakki frekar í stæði frekar en að keyra beint inn.

Næst algengustu tjónin eru aftanákeyrslur. Slys þar sem áverkar eru oft ekki sýnilegir en geta haft mikil áhrif á viðkomandi. Með verkjum og skertri hreyfigetu. „Til að forðast aftanákeyrslur gildir að lengja bilið. Erfitt er að segja í metrum hver lengdin á að vera. Það fer eftir hraða ökutækis, yfirborði vegar, ástand dekka og fleira. Gott er að miða við þriggja sekúndna regluna. Miða við ákveðinn stað sem bílinn á undan ekur fram hjá og gæta þess að a.m.k. þrjár sekúndur líði áður en ekið er fram hjá sama punkti.

Hver og einn ökumaður getur gert mikið til að minnka líkur á slysi hjá sér. VÍS hvetur alla til að til að gera allt sem í þeirra valdi er til að svo megi vera,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarsérfræðingur hjá VÍS