Íslenska sjávarútvegssýningin verður haldin 13. -15. september í sýningarsölum Smárans og Fífunnar í Kópavogi. VÍS verður með sýningarbás og hvetur alla til að kíkja við. Númerið á básnum er D63 og eitt af kennileitunum hans er stefni, sem skagar upp úr.

Um 500 fyrirtæki, vörur og vörumerki sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútvegi verða á svæðinu. Starfsmenn VÍS vonast til þess að sem flestir gefi sér tíma til að kíkja við. Kaffi og með því í boði VÍS og svo er gott að taka spjall um forvarnir, en VÍS leggur ríka áherslu á þær.

Erla Pétursdóttir lykilstarfsmaður hjá VÍSI í Grindavík. „Þegar við byrjuðum að vinna með VÍS komu mörg smáatriði í ljós sem máttu betur fara í öryggismálunum. Við komum svo úrbótunum í skipulagt ferli m.a. með því að ráða öryggisstjóra og nýta þægilegt kerfi frá VÍS til að skrá öll óvænt atvik. Við höfum fengið frábæra ráðgjöf og smitandi eldmóð frá VÍS sem hefur breytt því hvernig bæði æðstu stjórnendur og starfsfólk hugsar um öryggismálin. Núna eru smáatriðin aðalatriðið.“

Sýningin hefst alla dagana kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00 nema á föstudeginum, þá lýkur henni kl. 17:00.