VÍS hefur ákveðið að gerast einn af aðalstyrktaraðilum handboltadómara hér á landi. Samningur þess efnis var undirritaður nýlega. Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS og Arnar Sigurjónsson, gjaldkeri HDSÍ og Bjarni Viggósson, stjórnarmaður HDSÍ slógu á létta strengi við þetta tilefni eins og mynd hér að ofan sýnir.

VÍS hefur stutt við mikilvægt starf dómara í handboltaíþróttinni hér á landi frá árinu 2008. Ákvörðun um að halda áfram stuðningi nú er ekki síst tilkomin vegna þess krafts sem kominn er í íþróttina um þessar mundir og þess metnaðar sem félögin og fjölmiðlar hafa sýnt nýverið í að koma handboltanum aftur á þann stað sem hann á heima.

Undirritun samninga við Handknattleiksdómarasambandið
Arnar Sigurjónsson, gjaldkeri Handknattleiksdómarasambandsins, Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS og Bjarni Viggósson, stjórnarmaður Handknattleiksdómarasambandsins við undirritun samnings.

VÍS verður með samningnum einn aðalstyrktaraðila handboltadómara næstu þrjú árin.