,,Ég er eiginlega bara orðlaus yfir þessu", sagði Hlynur Heimisson þegar honum var tilkynnt í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hann hefði unnið 250.000 Vildarpunkta í Facebook-leik VÍS og Icelandair.

Leikurinn, sem ber yfirskriftina "Má bjóða þér út?", gengur út á að raða fjórum áfangastöðum Icelandair í rétta röð út frá fjarlægð frá Íslandi. Annar vinningshafi verður dreginn út að viku liðinni og vinnur sá, líkt og Hlynur, 250.000 Vildarpunkta. Þetta eru veglegir vinningar sem duga, t.a.m. fyrir tveimur flugmiðum til nokkurra áfangastaða í Bandaríkjunum. Leikurinn er opinn öllum viðskiptavinum okkar sem eru með F plús fjölskyldutryggingu og eru skráðir í Vildarpunktasöfnun. Boðið er upp á deilingarmöguleika á Facebook þannig að þátttakendur geta merkt þann vin sem þeir vilja bjóða með út.

 

Hlynur_Heimisson.jpg
Hlynur Heimisson og dóttir hans Heiður Kristín munu vafalaust bregða undir sig betri fætinum og skella sér út fyrir landsteinana.

 Hlynur var í skýjunum með fréttirnar í morgun. ,,Ég hef aldrei unnið neitt svona og í raun tek ég aldrei þátt í leikjum sem þessum. Þegar ég sá tölvupóstinn frá VÍS var eitthvað sem fékk mig til að freista gæfunnar. Það verður gaman að nota punktanna til að fara erlendis með fjölskylduna. Takk fyrir mig", sagði Hlynur að lokum.