Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |24.01.2017

Forvarnaráðstefna VÍS 2017 - Vinnuslys – dauðans alvara!

For­varn­aráðstefna VÍS verður hald­in á Hilt­on Reykja­vík Nordica 2. fe­brú­ar 2017. Form­leg dag­skrá hefst kl. 13:00 og stend­ur til kl. 16:00.

Árlega forvarnaráðstefna VÍS verður haldin á Reykjavík Hilton Nordica hótelinu fimmtudaginn 2. febrúar frá kl. 13-16. Yfirskrift hennar að þessu sinni er: Vinnuslys – dauðans alvara. Dagskráin er fjölbreytt eins og endranær og á umfjöllunarefnið erindi við alla í atvinnurekstri.

Þetta er í áttunda sinn sem VÍS efnir til ráðstefnunnar sem er stærsti viðburður sinna tegundar á landinu. Ávallt hefur verið húsfyllir og stundum komast færri að en vilja.