Dagur reykskynjarans er í dag 1. desember. Samkvæmt leiðbeiningum Eldvarnabandalagsins eiga að vera tveir eða fleiri reykskynjarar á hverju heimili. Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum. Þeir eiga að minnsta kosti að vera framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð á heimilinu.

Ef stutt hljóðmerki heyrist frá skynjaranum á um það bil mínútu fresti þarf að endurnýja rafhlöðuna. Ef 9 volta rafhlaða er í reykskynjaranum þarf að endurnýja hana árlega. Gott að gera það alltaf á sama tíma til að það gleymist ekki og er 1. desember tilvalinn til þess. Þó má benda á að komnir eru á markað reykskynjarar sem geta virkað í all að tíu ár án þess að skipt sé um rafhlöðu. Ef reykskynjari hefur verið í notkun í 10 ár þarf að skipta honum út og gildir þá einu hvernig rafhlöðu hann er með.

Við tókum nokkur börn tali um reykskynjara og má sjá skemmtileg svör þeirra hér. Verum viss um að virkur reykskynjari vaki yfir öllum á okkar heimili.