Afgreiðslutími í þjónustuveri og aðalskrifstofu VÍS breytist frá og með deginum í dag, 3. apríl og verður opið frá kl. 9:00 - 16:30 alla virka daga. Finna má upplýsingar um afgreiðslutíma þjónustuskrifstofa VÍS á landsbyggðinni hér. Síminn í þjónustuveri VÍS er 560 5000. Utan hefðbundins afgreiðslutíma má hringja í neyðarsíma ef þörf krefur. Neyðarsíminn er 560 5070.

Í þjónustuveri VÍS er einstaklingum veitt öll þjónusta sem unnt er að veita í gegnum síma. Þar má nefna upplýsingar um fjölskyldu- og heimilistryggingar, bílatryggingar, bruna- og húseigendatryggingar og ferðatryggingar. Einnig má nefna þjónustu Lífís, t.d. líf- og sjúkdómatryggingar. Með þessu spara viðskiptavinir sér sporin og eiga greiðan aðgang að þægilegri þjónustu.

Á þjónustuskrifstofu VÍS á netinu, Mitt VÍS, má svo finna upplýsingar um tryggingar þínar, iðgjöld, upplýsingar fyrir skattframtal, greiðslustöðu, stöðu Vildarpunktasöfnunar Icelandair og VÍS, staðfestingu ferðatryggingar og aðgang þriðja aðila.