Vefur VÍS fékk verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót þegar Íslensku vefverðlaunin voru afhent þann 29. janúar 2016.

Dómnefnd SVEF velur þann vef sem þykir skara fram úr í samþættingu á góðu notendaviðmóti og góðri hönnun sem svo spilar vel með starfsemi fyrirtækisins eða vefsins sem um ræðir. Var það samróma álit dómnefndar að vefur VÍS hlyti verðlaunin.

"Vefurinn er gríðarlega fallegur en jafnframt skemmtilegur vefur þar sem útfærsla gerir hann áhugaverðan og eftirminnilegan. Þar skartar fallegum myndum ásamt vel útfærðum iconum (táknmyndir) þar sem látlausar en skemmtilegar hreyfingar gefa vefnum mikið líf. Hann er hlýr og þægilegur og kemur innihaldi vel til skila."

Vefurinn var unninn í samstarfi við Kólibrí og var markmiðið setja tryggingar fram á mannlegan, einfaldan og skýran hátt.

Vefverdlaun.2015.jpg
Vefur VÍS fékk verðlaun fyrir bestu hönnun og viðmót

Íslensku vefverðlaunin voru afhent í Gamla bíói og voru veitt verðlaun og viðurkenningar í alls 15 flokkum.