Gæjumst á bak við tjöldin hjá þeim bestu. Hittið meistarana, hvernig verður verðlaunavefur til? var yfirskrift fundar sem Samtök vefiðnaðarins (SVEF) efndu til á Kex í gær. Þar kynntu Baldur Páll Guðmundsson vefstjóri VÍS og Bergþór Leifsson verkefnastjóri rafrænnar þjónustu hjá VÍS, hvernig staðið var að gerð nýs vefjar hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Fyrir skemmstu fékk VÍS verðlaun SVEF fyrir bestu hönnun og viðmót vefjar árið 2015.

Baldur.jpg
Baldur Páll Guðmundsson vefstjóri VÍS fer yfir hvernig staðið var að gerð nýs vefjar hjá VÍS á fundi hjá Samtökum vefiðnaðarins (SVEF).

Í erindi sínu fjölluðu tvímenningarnir um ástæður þess að ákveðið var að endurnýja vefinn, aðferðafræðina að baki endurnýjunarinnar, menninguna sem skapaðist við verkefnið og þörfina á skýrri sýn á lokatakmarkið með hliðsjón af stefnu fyrirtækisins.