​VÍS og Langanesbyggð hafa gert nýjan samning um tryggingar sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára. Sveitarfélagið kannaði verðið á markaðnum og ákvað í kjölfarið að halda tryggð við VÍS líkt og undanfarna áratugi. Þorvaldur Þorsteinsson viðskiptastjóri á Akureyri og Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar skrifuðu undir samninginn síðastliðinn föstudag.

Langanesbyggd.JPG
Þorvaldur og Elías glaðbeittir við undirritun samningsins.