Sjónvarpsauglýsing VÍS, Pabbi, er tilnefnd til Íslensku auglýsingaverðlaunanna –Lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga. Keppinautar okkar þar eru tvær auglýsingar frá Icelandair Chez Luis og Heimaleikurinn, Sorpa með Sorpanos og Krabbameinsfélagið með Hugsaðu um eigin rass.

 

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Háskólabíói 4. mars nk.