María og Jói komu svo sannarlega færandi hendi á Barnaspítala Hringsins í morgun þegar þau afhentu fulltrúum spítalans 65.500 kr. að gjöf frá starfsmönnum VÍS.

Fénu var safnað á einstaklingssviðinu þar sem okkar frábæra starfsfólk ákvað að í stað þess að efna til árlegs jólapakkapúkks á sviðinu, yrði frekar safnað í sjóð til styrktar þessu góða starfi. Jói og Unnur Aðalheiður tóku svo smá rölt um húsið og söfnuðu framlögum hjá ýmsum utan þeirra sviðs.

Þetta tókst svona líka vel til og voru Jóhanna Guðbjörnsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs LSH og Sigurbjörg Guttormsdóttir hjúkrunarfræðingur kampakátar með heimsókn skötuhjúanna Jóa og Maríu og báðu þau fyrir alúðarþakkir til VÍS-ara.

María og jói.jpg
María og Jói komu svo sannarlega færandi hendi á Barnaspítala Hringsins