VÍS er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2015 og er því á meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. VÍS er númer 23 á listanum, hæst tryggingafélaga en er einnig númer 5 á topp 10 síðustu 5 árin.​Einungis um 1,9% íslenskra fyrirtækja uppfylla ströng skilyrði Creditinfo um fjárhagslegan styrk og stöðugleika.

Þetta er 6. árið í röð sem VÍS er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Þá er Líf­ís einnig á listanum. Hefur félagið þar með verið á listanum öll árin sem hann hefur verið tekinn saman. Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Að þessu sinni komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagaskrá. 

Hvað ger­ir fyr­ir­tæki framúrsk­ar­andi að mati Cred­it­in­fo?

  • Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár
  • Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
  • Að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
  • Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Rekstrarform ehf., hf. eða svf.
  • Eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrar ár í röð
  • Að eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð
  • Skráður framkvæmdastjóri í hlutafélagaskrá
  • Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo