Á fimmtudaginn sl. útskrifuðust fimm VÍSarar úr Tryggingaskólanum sem vottaðir vátryggingafræðingar. Þetta er þriðji hópurinn sem lýkur vottunarprófi vátryggingastarfsmanna og eigum við nú 24 vottaða starfsmenn. Það er stefna okkar að allir sem starfa við tryggingar og tjón ljúki þessu námi.

Sigurbjörn Bogason var dúx skólans að þessu sinni og óskum við honum til hamingju með það.

Tryggingaskólinn hefur verið í Opna háskólanum í Reykjavík frá vetrinum 2007-2008. Þetta var því í níunda sinn sem nemendur útskrifast þaðan. Það er gaman að segja frá því að við höfum átt dúxana undanfarin sex ár og í átta skipti af þessum níu!

Í útskriftarhópnum þetta árið voru:

  • Bjarney Sævinsdóttir, söludeild
  • Gunnar Hilmar Kristinsson, tjónaþjónustu
  • Hrönn Steingrímsdóttir, vörustjórnun og áhættumat est.
  • Margrét Pétursdóttir, vörustjórnun og áhættumat est.
  • Sigurbjörn Bogason, Sauðárkróki

 

tryggingaskolinn.jpg
Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með áfangann!

Þar sem aðsókn í skólann hefur verið með minna móti sl. tvö ár þá var ákveðið af stýrihópi námsins, sem samanstendur af fulltrúum HR og tryggingafélaganna, að bjóða ekki upp á námið næsta vetur. Næsti hópur fer því ekki af stað fyrr en haustið 2017.