Í ljósi þess hve danska tryggingafélagið Tryg ber ítrekað á góma á röngum forsendum í fjölmiðlum er ástæða til að vekja athygli á frétt á mbl.is sem sýnir að málavextir eru ekki eins einfaldir og margir hafa viljað láta. Í fréttinni segir m.a.

"Frétt­ir um að danska trygg­inga­fé­lagið Tryg sé að end­ur­greiða trygg­inga­tök­um fjór­tán millj­arða króna vegna góðrar af­komu hafa vakið at­hygli í ljósi frétta um fyr­ir­hugaðar arðgreiðslur ís­lensku trygginga­fé­lag­anna. Málið er þó ekki svo ein­falt.

Danska rík­is­út­varpið greindi m.a. frá því að 750 millj­ón­ir danskra króna, eða 14 millj­arðar ís­lenskra króna, myndu rata aft­ur í vasa neyt­enda og tók Eyj­an það upp.

Málið er þó ekki al­veg svo ein­falt þar sem Tryg­heds­grupp­en, sem er nokk­urs kon­ar sam­fé­lags­sjóður, er að end­ur­greiða hlut­höf­um sín­um, sem jafn­framt eru trygg­inga­tak­ar hjá Tryg, fjár­mun­ina.

Tryg­heds­grupp­en fer með sex­tíu pró­sent hlut í Tryg og hef­ur verið stærsti hlut­hafi fé­lags­ins frá skrán­ingu Tryg á markað árið 2005. Auk þess að eiga hlut­inn í Tryg á Tryg­heds­Grupp­en einnig 49 pró­sent hlut í Health & Fit­n­ess Nordic og fjör­tíu pró­sent hlut í sjúkra­stofn­un­inni Falck Healt­hcare. Tryg­heds­grupp­en hef­ur styrkt fjölda sam­fé­lags­verk­efna í Dan­mörku, líkt og að fá hunda á elli­heim­ili lands­ins auk þess að hafa fjár­magnað heil­brigðis­rann­sókn­ir.

Hlut­haf­ar Tryg­heds­grupp­en eru um ein millj­ón tals­ins og sitja sjö­tíu manns í stjórn fé­lags­ins.

Trygg­inga­fé­lagið Tryg greiddi aft­ur á móti hlut­höf­um arð með hefðbundn­um hætti og fékk Tryg­heds­grupp­en sína hlut­deild sem komið verður áfram.