Í ár hafa starfsmenn VÍS í tvígang sett á laggirnar keppni á milli deilda í heilsueflingu með aðstoð Sidekick snjallsímaforritsins. Í forritinu er lögð áhersla á hreyfingu, mataræði og andlega líðan og stóðu keppnirnar yfir í samtals 6 vikur. Gaman er að skoða afrakstur þessa tíma en allri tölfræði er vel haldið til haga í forritinu.

 • Streitulosandi slökunaræfingar iðkuðu starfsmenn að meðaltali í 7 mín og 11 sek á hverjum degi.
 • Heilsueflandi æfingar voru gerðar að meðaltali 14,7 sinnum á degi hverjum.
 • Starfsfólk gekk samtals 11.520 km eða tæplega níu sinnum í hringinn í kringum Ísland.
 • Minni sykurneysla nam 186 kg eða 93.000 sykurmolum með því að sleppa sætindum í alls 1.841 dag og gosdrykkjum í 2.260 daga.
 • Borðaðir voru 4.451 ávöxtur og 3.992 skammtar af grænmeti.

Öll verðlaun í keppnunum tveimur runnu beint til Unicef. Sannar gjafir Unicef voru gefnar fyrir verðlaunasæti ásamt því að fyrir ákveðinn fjölda stiga vann hver og einn keppandi sér inn vatn sem rann beint til Unicef. VÍS tvöfaldaði svo vatnslítrana sem starfsmenn unnu sér inn. Auk betri líðan og heilsu starfsfólks var afrakstur keppnanna þessi:

 • 100 skammtar af bóluefni gegn mislingum
 • 245 skammtar af bóluefni gegn mænusótt
 • 160 skammtar af bóluefni gegn stífkrampa
 • 228 skammtar af jarðhnetumauki
 • 10 moskítónet
 • 150 skammtar af ormalyfi
 • Námsgögn fyrir 20 börn
 • 10.000 vatnshreinsitöflur
 • Ungbarnavog
 • 54 tonn af vatni