Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn |18.08.2016

Margir smáir á ferð

Þegar skólar byrja á haustin verður mikil breyting á umferðinni. Hún þyngist til muna er skólabörn og nemar streyma í og úr skóla og allir koma til vinnu eftir sumarfrí. Í haust hefja um 4.200 börn skólagöngu sína í fyrsta sinn. Mikilvægt er að ökumenn taki tillit til þeirra og muni að þau geta átt það til að gera óvænta hluti. Jafnframt þurfa forráðamenn barna að fara yfir öruggasta ferðamátann til og frá skóla.

Þegar skólar byrja á haustin verður mikil breyting á umferðinni. Hún þyngist til muna er skólabörn og nemar streyma í og úr skóla og allir koma til vinnu eftir sumarfrí. Í haust hefja um 4.200 börn skólagöngu sína í fyrsta sinn. Mikilvægt er að ökumenn taki tillit til þeirra og muni að þau geta átt það til að gera óvænta hluti. Jafnframt þurfa forráðamenn barna að fara yfir öruggasta ferðamátann til og frá skóla. 

 • Gefa sér nægan tíma í aksturinn.
 • Virða hámarkshraða.
 • Hafa alla athygli við aksturinn.
 • Tryggja að allir í bílnum séu í viðeigandi öryggisbúnaði.
 • Sjá til þess að barn lægra en 150 sm sitji ekki fyrir framan loftpúða í framsæti.
 • Stöðva á öruggum stað við skólann og hleypa barni út gangstéttarmegin.
 • Sýna tillitsemi og stoppa fyrir gangandi og hjólandi.

 • Velja öruggustu leiðina í skólann sem er ekki endilega sú stysta.
 • Vera með athyglina við umhverfið en t.d. ekki símann eða tónlist.
 • Auka sýnileika með endurskini.
 • Vera viss um að ökumaður sjái sig ef fara á yfir götu og nota gangbrautir þar sem unnt er.
 • Horfa vel til beggja hliða áður en farið er yfir götu.
 • Ganga meðfram bílastæðum en ekki þvert yfir þau.

 • Hafa hjól í lagi.
 • Nota hjálm og hafa hann rétt stilltan.
 • Nota ljós að framan og aftan í myrkri.
 • Auka sýnileika með endurskini.
 • Velja öruggustu leiðina í skólann sem er ekki endilega sú stysta.
 • Nota gangbrautir ef unnt er.
 • Horfa vel til beggja hliða áður en farið er yfir götu.
 • Sýna gangandi tillitsemi.
 • Læsa hjóli og setja hjálm á öruggan stað.