Öryggisdagar Strætó og VÍS eru nú hafnir sjöunda árið í röð og líkt og í fyrra er áhersla lögð á öryggi farþega. Steindi lætur gamminn geysa eins og þá og veitir áhugasömum góð ráð og ábendingar um hvernig eigi að haga sér.

Í ávarpi Jakobs forstjóra til starfsmanna Strætó í bæklingi Öryggisdaganna kemur m.a. fram að kostnaður hafi vaxið vegna skaða farþega, ökumanna og vegfarenda í umferðarslysum og óhöppum er lúta að starfsemi Strætó. „Ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd og þess vegna er rík krafa til okkar að grípa til aðgerða til stöðva þessa óheillaþróun. Hafa verður í huga að mörg slys valda bæði börnum og fullorðnum varanlegum skaða.“

Í ár verður því sjónum því áfram beint að öryggi farþega með öryggisskilaboðum inni í vögnunum og á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að viðhalda og efla öryggisvitund starfsmanna með veggspjöldum, kaffispjallfundum og ýmsum viðburðum.